Mikið fækkaði í byggingargeira

Samdráttur er í byggingageiranum.
Samdráttur er í byggingageiranum. mbl.is/Golli

Starfandi fækkaði mikið í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð á undanförnum misserum. Í mars sl. varð 11,5% samdráttur í samanburði við sama mánuð í fyrra.

Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, hefur áhyggjur af miklu atvinnuleysi í greininni.

„Tölurnar sýna hvað það var komin mikil niðursveifla við upphaf Covid-19. Það er klárt mál að mánuðirnir á eftir, apríl og maí, líta verr út,“ segir Ingólfur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. Stóra verkefnið sé að draga úr því mikla atvinnuleysi sem er hér á landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert