Styður tillögu sóttvarnalæknis um endurskoðun

Starfsmenn undirbúa skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli.
Starfsmenn undirbúa skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

„Mér hugnast ágætlega þær áherslur Þórólfs að endurmeta skimanir um mánaðamót og það fyrirkomulag sem tekið verður upp á mánudag,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir covid-deildar Landspítalans um svör Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, við gagnrýni hans og fleiri lækna á skimanir á landamærum voru borin undir hann.

Hann vísaði að öðru leyti á færslu á Facebook-síðu sinni sem hann setti inn eftir upplýsingafund Almannavarna í fyrradag þar sem Þórólfur skýrði tillögur sínar.

Þar sagðist Ragnar Freyr geta stutt heilshugar tillögu Þórólfs um að hætta skimunum í lok mánaðarins og tekur fram að gagnrýni hans hafi endurspeglað ótta hans við að þessum skimunum yrði haldið áfram fram eftir hausti. Sé því ljóst að þær muni kosta minna en hann hafi óttast.

Ragnar gagnrýndi upphaflega að Landspítalinn væri látinn skima fríska ferðamenn við landamæri og verja til þess milljörðum. Það væri ekki hlutverk háskólasjúkrahússins að sinna frísku fólki enda hefði það næg verkefni önnur.

Í færslu sinni í fyrradag viðurkenndi Ragnar að hann hafi ekki lesið samninga sóttvarnalæknis og rannsóknarstofa Landspítalans en þar standi að LSH beri að taka þátt í aðgerðum sem varða almannaheill. Sagði hann sér ljúft og skylt að taka undir það en sagðist þó hnjóta um þá túlkun sóttvarnalæknis að skilgreina skimum frískra ferðamanna sem slíka aðgerð. helgi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »