Vann 5 milljónir í HHÍ

Einn heppinn miðaeigandi vann 5 milljónir króna í Happdrætti Háskóla Íslands en dregið var í gærkvöldi. Átta miðaeigendur unnu eina milljón króna hver og níu hálfa milljón króna hver. Alls skipta vinningshafar í júlíútdrætti með sér rúmum 104 skattfrjálsum milljónum að því er segir í tilkynningu.

mbl.is