Varað við grjóthruni á Vestfjörðum

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Lögreglan á Vestfjörðum hefur fengið talsvert af tilkynningum um grjóthrun í eða við fjalllendi í embættinu síðustu daga. Þetta kemur fram á facebooksíðu lögreglunnar á Vestfjörðum.

„Því viljum við vekja athygli íbúa og gesta á þessari hættu, sem getur verið fyrir hendi á ýmsum stöðum.

Þessi hætta getur verið til staðar á merktum gönguleiðum, vegum sem og við aðra staði í fjalllendi,“ segir á Facebook.

mbl.is