Átta jákvæð sýni í gær

Ekkert smit hefur greinst innanlands frá 3. júlí.
Ekkert smit hefur greinst innanlands frá 3. júlí. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Átta jákvæð sýni voru greind á landamærunum í gær. Af þeim eru þrjú með mótefni og fimm bíða niðurstöðu mótefnamælingar. Hlutfall jákvæðra sýna í gær er 0,39% en var 0,16% daginn áður. Alls voru tekin 2.040 sýni í gær. Ekkert smit hefur greinst innanlands frá 3. júlí.

Virkum smitum hefur ekki fjölgað á milli daga en alls er nú 21 í einangrun á Íslandi, þar af 16 með virk smit þar sem þeir sem greindust jákvæðir á föstudag voru báðir með mótefni. 

Frá og með 15. júní hafa 32.746 einstaklingar farið í sýnatöku við landamæraskimun. Af þeim hafa 12 greinst sem smitandi einstaklingar. 58 hafa verið með mótefni fyrir veirunni og fimm bíða niðurstöðu mótefnamælingar eins og áður sagði.

Skjáskot af Covid.is
mbl.is