Kröftugar skúrir og hellidembur

Kort/Veðurstofa Íslands

Suðvestlæg eða breytileg átt í dag, víða 3-10 m/s og rigning eða súld með köflum. Úrkomulítið um landið norðaustanvert framan af degi en þar verða kröftugar skúrir síðdegis, sums staðar hellidembur. Hiti víða 10 til 15 stig, en 15 til 20 stig norðaustan til á landinu yfir daginn að því er segir í veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir daginn í dag, sunnudag.

„Hæg breytileg átt á morgun. Skýjað að mestu og víða dálitlar skúrir, einkum um landið norðanvert. Hitinn verður svipaður og í dag en hann mun þó ekki ná sömu hæðum á Norðaustur- og Austurlandi. Keimlíkt veður á þriðjudag en svo er útlit fyrir suðlæga átt með rigningu um allt land,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veðurspá fyrir næstu daga

Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og rigning eða súld með köflum. Úrkomulítið um landið norðaustanvert framan af degi, en skúrir þar síðdegis, sums staðar hellidembur. Hiti 10 til 20 stig yfir daginn, hlýjast norðaustan til.

Á mánudag:

Hæg breytileg átt, skýjað að mestu og víða skúrir, einkum um landið N-vert. Hiti 9 til 16 stig.

Á þriðjudag:
Suðaustlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skúrir N-lands, en úrkomulítið S- og V-til fram á kvöld. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag:
Sunnan 8-13 og rigning, en þurrt að kalla NA-til framan af degi. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast N-lands.

Á fimmtudag og föstudag:
Suðlæg átt og skúrir, einkum S- og V-lands. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Útlit fyrir austlæga átt og skúrir. Heldur kólnandi.

Veður á mbl.is

mbl.is