Kvartað undan samkvæmishávaða

Kvartað var til lögreglu vegna samkvæmishávaða í Breiðholti á sjötta tímanum í morgun og lögreglan stöðvaði för ökumanns í Austurbænum um fimm leytið sem er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og ávana- og fíkniefna.

Síðasta sólahring hefur slökkvilið höfuðborgarsvæðisins farið í 86 sjúkraflutninga og 8 útköll á dælubíla. Verkefnin hafa verið fjölbreytt en ekki alvarleg að því er segir á Facebook-síðu slökkviliðsins. 

mbl.is