Nýtt brautarmet í KIA gullhringnum

Brautarmetið í karlaflokki féll í hjólreiðakeppninni KIA gullhringurinn í gær á Laugarvatni. Sam Gateman, sem er frá Hollandi, kom fyrstur í mark á tím­anum 02:28:51 sem er 10 mínútum betri tími en fyrra brautarmet. Það var Birk­ir Snær Ingva­son sem átti fyrra brautarmet en hann setti það í fyrra. 

Elín Björg Björnsdóttir sigraði í kvennaflokki á tímanum 02:53:35. 

Frétt mbl.is

„Þá vakti sérstaka athygli að norskur afreks hjólreiðamaður Ole Bjorn Smisethjell sem var á ferðalagi um Ísland þessa vikuna ákvað að skella sér í Silfurhringinn á fjallahjóli og gerði sér lítið fyrir og sigraði flokkinn hjá körlum. Ekki er hægt að miða tímana þar við fyrri ár þar sem keppt var í annarri braut en síðustu 8 ár. Margrét Pálsdóttir í keppnisliði Hálfsystra sigraði kvennaflokkinn.

Þá voru það Guðmundur Arason Öfjörð og Þóra Katrín Gunnarsdóttir sem sigruðu Brons hringinn í ár og þá var í fyrsta sinn keppt í flokki rafmagnshjóla en sigurvegarar þar voru þau Freyr Hákonarson og Helga Guðrún Elvarsdóttir og ljóst að sá hópur mun fara vaxandi komandi ár,“ segir í fréttatilkynningu.


Vefur keppninnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert