Birta skýrslu um dánaraðstoð í haust

Þingið mun koma saman á svokölluðum þingstubbi 27. ágúst
Þingið mun koma saman á svokölluðum þingstubbi 27. ágúst mbl.is/​Hari

Skýrsla um dánaraðstoð er til vinnslu innan heilbrigðisráðuneytisins, og mun heilbrigðisráðherra leggja hana fyrir þingið í svokölluðum þingstubbi í haust. 

Þetta staðfestir Elsa B. Friðfinnsdóttir, skrifstofustjóri hjá heilbrigðisráðuneytinu, í samtali við mbl.is. Hún gat ekki gefið frekari upplýsingar um innihald skýrslunnar.

Bæði fagaðilar og lögfræðingar vinna nú að skýrslunni, svo hægt verði að leggja hana fyrir þegar þingið kemur aftur saman þann 27. ágúst.

Í morgun greindi mbl.is frá því að tvisvar hafi verið beðið um skýrslu um dánaraðstoð á Alþingi.

Í viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina vakti Ingi Hrafn Jónsson fjölmiðlamaður athygli á að löggjöf um dánaraðstoð skorti á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert