Þrjú smit á landamærum í gær

Skimun á Keflavíkurflugvelli.
Skimun á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Þrjú smit greindust hér á landi í gær, en allt voru það smit sem komu erlendis frá. Enn er beðið eftir mótefnamælingu í öllum tilvikum. Engin smit komu upp innanlands.

Samtals voru tekin 2118 sýni á landamærum og 31 hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.

Fimmtán eru nú í einangrun og 77 í sóttkví. Enginn er á sjúkrahúsi vegna veirunnar.

mbl.is