Tveir kafbátar í Sundahöfn

Tveir kafbátar lögðu við Skarfabakka.
Tveir kafbátar lögðu við Skarfabakka. mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson

Tveir kafbátar; þýskur og norskur, voru í Sundahöfn í Reykjavík í gær vegna eftirlitsæfingarinnar Dynamic Mongoose 2020 sem fór fram við Íslandsstrendur og lauk á föstudag. Kafbátarnir héldu utan eftir hádegi í gær.

Auk Íslands tóku sex ríki Atlantshafsbandalagsins þátt í æfingunni; Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kanada, Noregur og Þýskaland. Kosturinn sem þau lögðu til voru fimm kafbátar og fimm kafbátaleitarflugvélar.

Æfingar sem þessar hafa verið haldnar árlega við Noregsstrendur undanfarin ár, utan árið 2017 þegar hún var við Ísland. Þá komu nokkrir kafbátar inn í Reykjavíkurhöfn, rétt eins og nú.

Ákveðið hefur verið að framvegis verði æfingarnar til skiptis hjá Norðmönnum og Íslendingum, sem leggja til aðstöðu á öryggissvæði á Keflavíkurflugvelli. Þá blandast Landhelgisgæslan í leikinn, m.a. með því að áhafnir varðskipa og þyrlna taka þátt í þeim hluta æfingarinnar sem tengist hefðbundnum verkefnum Gæslunnar til sjós og lands. sbs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »