Tvisvar verið beðið um skýrslu á Alþingi um dánaraðstoð

Bryndís Haraldsdóttir.
Bryndís Haraldsdóttir.

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, bindur vonir við að beiðni um skýrslu um dánaraðstoð verði uppfyllt af heilbrigðisráðherra á yfirstandandi löggjafarþingi. Farnist heilbrigðisráðherra að leggja fram skýrslu hyggst hún leggja fram beiðnina í þriðja skipti á nýju löggjafarþingi.

Í kjölfar þingsályktunartillögu Bryndísar og fleiri þingmanna var málefnið umdeilt og taldi embætti landlæknis vert að íhuga hvort málið væri nógu brýnt til að hafa forgang gagnvart öðrum málum á hendi heilbrigðisráðherra.

Ingvi Hrafn Jónsson fjölmiðlamaður vakti athygli á því í viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina að löggjöf um dánaraðstoð skorti hér á landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert