Vill að Borgarlínunni verði flýtt

Dagur B. Eggertsson vill flýta Borgarlínunni.
Dagur B. Eggertsson vill flýta Borgarlínunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Horfa ætti til þess að flýta framkvæmdum við Borgarlínu og aðrar samgöngubætur. Við núverandi aðstæður í efnahagslífinu er slíkt kjörið. Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, í viðtali í Morgunblaðinu í dag.

Með samþykkt Alþingis á nýrri samgönguáætlun á dögunum er hægt að hefjast handa um gerð Borgarlínunnar, en í fyrsta áfanga er leið hraðfara strætisvagna úr miðborg Reykjavíkur í Höfðahverfið og í Hamraborg í Kópavogi. Borgarstjóri væntir að hönnun þessara framkvæmda ljúki næsta vetur og að vagnarnir verði komnir á leið eftir þrjú ár hið mesta.

„Reyndar horfi ég til þess að samgönguverkefnunum, sem eiga að kosta 120 milljarða í heild og vinnast á 15 árum, verði flýtt,“ segir borgarstjóri.

Með því að auka vægi almenningssamgangna í umferðinni segir Dagur að rýmkist um aðra umferð á samgönguæðum höfuðborgarsvæðisins. Einkabíllinn fái meira rými, en einnig sé skapað svigrúm fyrir þá sem ganga, hlaupa eða fara leiða sinnar á reiðhjóli. Deilibílar eigi sömuleiðis að vera sjálfsagður samgöngukostur. „Í framtíðinni verða ferðavenjur flestra meiri blanda ólíkra kosta en nú. Því er okkur nauðsynlegt að komast út úr þeim skotgrafahernaði að líta á að einhver einn ferðamáti skuli ráða,“ segir Dagur í viðtalinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »