Allt að 25 metrar í hviðum

mbl.is/hag

Annað kvöld er spáð allhvassri suðaustanátt á sunnanverðu landinu. Undir Eyjafjöllum er hætt við vindhviðum yfir 20 m/s og þar skyldi varast akstur ökutækja sem viðkvæm eru fyrir vindi.

Á sunnan- og vestanverðu hálendinu er spáð 13-18 m/s, en hviðum að 25 m/s. Slíkt getur verið til trafala fyrir ferðalanga, einkum og sér í lagi þá sem hafast við í tjaldi. Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir miðhálendið að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.

Kort/Veðurstofa Íslands

Miðhálendið: Spáð er suðaustan 13-18 m/s á sunnan- og vestanverðu hálendinu. Vindstyrkur getur náð allt að 25 m/s í hviðum, en slíkt er varasamt fyrir göngufólk og þá sem hafast við í tjöldum.

Veðurhorfur næstu daga

Víðast fremur hægur vindur, en austlæg átt 5-10 m/s með suður- og norðausturströndinni. Dálítil rigning með köflum eða skúrir í dag, en líkur á þokulofti og súld úti við norður- og austurströndina. Austlæg átt, víða 5-10 m/s seinnipartinn á morgun, en gengur í 10-15 undir Eyjafjöllum en allt að 13-18 sunnan- og vestan til á miðhálendinu annað kvöld. Fer að rigna um landið vestanvert, en þurrt að mestu eystra. Hiti 8 til 16 stig að deginum, svalast á Austfjörðum.

Á fimmtudag:
Gengur í suðvestan 13-18 m/s við suðausturströndina en norðaustan 13-20 norðvestan til. Annars víðast hægari vindur. Rigning á öllu landinu, og hiti víða 8 til 16 stig, hlýjast og úrkomuminnst á Norðausturlandi.

Á föstudag:
Allhvöss norðanátt, rigning og svalt veður á V-verðu landinu, en mun hægara, hlýrra og úrkomuminna eystra.

Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir áframhaldandi norðanátt með kalsarigningu á N-verðu landinu, en bjartviðri og mildara veðri sunnan heiða.

Á mánudag:
Lægir líklega og léttir til víða um land og hlýnar heldur, en áfram fremur svalt fyrir norðan og austan.

Á þriðjudag:
Lítur út fyrir bjartviðri í suðlægri átt, lítilsháttar vætu hér og þar, og hlýnandi veður norðan heiða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert