Áttræður maður týndist en fannst aftur

Úr dagbók lögreglu.
Úr dagbók lögreglu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tilkynnt var um týndan sjúkling á áttræðisaldri í Grafarvogi fyrr í kvöld. Hann fannst aftur heill á húfi nokkru síðar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Hringt var á lögreglu vegna manns sem lét öllum illum látum í verslun í miðborginni. Lögregla kom á svæðið og vísaði manninum út. Þá var tilkynnt um innbrot í tvær bifreiðar í tvo bíla í Bústaðahverfi.

mbl.is