Aukið svigrúm til millilandaflugs

Tekið á móti vél Icelandair Cargo á Keflavíkurflugvelli.
Tekið á móti vél Icelandair Cargo á Keflavíkurflugvelli. Ljósmynd/Icelandair

Sóttvarnarlæknir boðaði á blaðamannafundi í dag að farþegar frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og þýskalandi verði frá og með n.k. fimmtudegi, undaþegnir skiminum við komuna til Keflavíkur. Ákvörðunin byggir á því að löndin teljist til lágrar áhættu er varðar útbreiðslu kórónuveikinar og þeirra ráðstafana sem stjórnvöld þeirra landa hafa gripið til. Að auki voru Grænland og Færeyjar þegar undanskilin.

Samkvæmt heimasíðu Isavia, komu 119 farþegaflug til Keflavíkurflugvallar síðastliðna viku. Af þeim voru 45% frá þeim ríkjum sem nú verða undanskilin og 5% frá Grænlandi og Færeyjum.

Páll Þórhallsson, verkefnastjóri hjá forsætisráðuneyti, sagði á fundinum að miðað við spá Isavia, væri horft til þess að áhrifin væru 40-60% fækkun skimana og með því væru allar líkur á því að ekki yrði farið framúr 2.000 manna hámarkinu, nema mögulega einn dag í júlí.

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir tók fram að spá Isavia hefði hingað til verið varfærnisleg og að búast mætti við auknum fjölda ferðamanna, auk þess sem nauðsynlegt væri að vera viðbúin fyrir að bakslag kæmi í sóttvarmálum.

Ljóst er að tillögur sóttvarnarlæknis munu hafa mikil áhrif á umfang núverandi skimunar á flugvellinum og auka mjög svigrúm til þess að taka við áætlunarflugi frá öðrum ríkjum. 

mbl.is