Loftbelgir leystu flugvélar af hólmi

Fjórir loftbelgir á dag eru sendir á loft frá þessum …
Fjórir loftbelgir á dag eru sendir á loft frá þessum skúr á Keflavíkurflugvelli. Ljósmynd/Veðurstofa Íslands

„Það er enn verið að senda upp fjóra veðurathugunarbelgi á dag frá Keflavík,“ sagði Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands. Belgjasendingum var fjölgað þegar farþegaflug lagðist af vegna kórónuveirufaraldursins í vetur.

Upplýsingar um veður frá flugvélum hafa verið notaðar við gerð veðurspáa. Þegar flug lagðist af hættu upplýsingarnar að berast. Ákveðið var að halda áfram að senda fleiri belgi á loft dag hvern þar til alþjóðlegt farþegaflug nær sér aftur á strik, að sögn Elínar Bjarkar.

Hún sagði að gögn frá Evrópureiknimiðstöðinni sýndu að niðurfelling farþegaflugs hefði haft minni áhrif á spágildi veðurlíkana en veðurfræðingar höfðu óttast. Mögulega mætti rekja það að hluta til þess að mjög víða var farið að senda upp fleiri veðurathugunarbelgi en áður. Það á t.d. bæði við um Keflavík og Færeyjar. Þessar veðurathuganir eru hluti af E-PROFILE-verkefninu hjá Eumetnet sem er evrópskur samstarfsvettvangur um veðurrannsóknir. Belgirnir gefa mjög góðar upplýsingar um veðrið, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert