Skemmtibátur varð vélarvana

Björgunarsveitamenn við aðferð á Álftanesi. Myndin tengist fréttinni ekki með …
Björgunarsveitamenn við aðferð á Álftanesi. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. mbl.is

Björgunarsveitir þurftu að aðstoða þrjá menn til hafnar í kvöld þegar skemmtibátur þeirra varð vélarvana. Þrír voru um borð í bátnum en samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni skapaðist engin hætta. 

Vísir greindi fyrst frá en bátur Björgunarsveitarinnar Ársæls er með bátinn í eftirdrætti á leið í höfn í Kópavogi ásamt björgunarsveitarbátnum Sædísi frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi. 

mbl.is