Tvennum sögum fer af vopnaburði

Varmaland. 200 manns voru á tjaldsvæðinu, þar af tveir stórir …
Varmaland. 200 manns voru á tjaldsvæðinu, þar af tveir stórir hópar nema. mbl.is/Theodór Þórðarson

Framhaldsskólanemendur sem voru á tjaldsvæðinu í Varmalandi í Borgarfirði hringdu þrisvar á lögregluna vegna slagsmála sem höfðu brotist út á tjaldsvæðinu um helgina, að sögn nemanda sem vill ekki láta nafns síns getið.

Sá hinn sami segir að hópur fólks hafi verið samankominn með hnúajárn og kylfur og síðar hafi komið í ljós að fólkið hafi verið með loftbyssur. Njáll Halldórsson, tjaldvörður í Varmalandi, kannast ekki við neinn vopnaburð. „Við urðum alls ekki varir við neitt slíkt og ekkert slíkt kom fram hjá lögreglu,“ segir Njáll.

Nemandinn segir að hringingar nemenda í lögreglu hafi borið takmarkaðan árangur. „Í fyrsta sinn sem við hringdum vorum við spurð hvort það væri ekki neinn ábyrgðarmaður á svæðinu og fengum þær upplýsingar að það væri enginn til taks til að fara á svæðið,“ segir nemandinn í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »