Víðir er kominn í vikufrí

Víðir Reynisson er kominn í verðskuldað vikufrí.
Víðir Reynisson er kominn í verðskuldað vikufrí. Ljósmynd/Lögreglan

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn og hluti af þríeykinu fræga, er kominn í vikufrí og verður því ekki með á upplýsingafundum almannavarna í vikunni. Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, leysir Víði af hólmi á fundi dagsins og fundinum á fimmtudaginn.

„Hann er mjög vel að þessu fríi kominn – hann er búinn að vera vinna í þessu frá byrjun nánast og ekki fengið nema stöku helgarfrí. Þetta er held ég lengsta samfellda frí sem hann fær í næstum því hálft ár held ég,“ segir Rögnvaldur í samtali við mbl.is.

Á tímabili voru allir dagar eins

Rögnvaldur rifjar það upp að verkefnið hafi verið langt og lýjandi á köflum. Hann segir að á tímabili fyrir páska hafi þetta verið eins og „groundhog day“ þar sem allir dagar voru eins og fólk vissi ekki hvort að það væri virkur dagur eða helgi.

„Þó að menn séu vel stemmdir og reynslumiklir í þessu þá tekur svona löng törn á,“ bætir Rögnvaldur við.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir verður á sínum stað á fundinum í …
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir verður á sínum stað á fundinum í dag og Rögnvaldur leysir Víði af hólmi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Upplýsingafundur almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis hefst klukkan 14:00 í dag og sýnt verður beint frá honum á mbl.is. 

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir, Páll Þór­halls­son verk­efna­stjóri í for­sæt­is­ráðuneyt­inu og Rögn­vald­ur Ólafs­son, aðal­varðstjóri hjá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, fara yfir stöðu mála varðandi opn­un landa­mæra og COVID-19 hér á landi. Auk þeirra mun Óskar Reyk­dals­son, for­stjóri Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, vera á fund­in­um.

mbl.is