Björguðu Atlas niður

Atlas þorði ekki niður og þurfti aðstoð slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
Atlas þorði ekki niður og þurfti aðstoð slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Facebook-síða SHS

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bjargaði kettinum Atlas úr sjálfheldu í gær en Atlas hafði laumast upp á húsþak í Hlíðunum og komst ekki niður. 

„Þegar Atlas var kominn í öruggt skjól hjá eiganda sínum lentum við í talsverðum vandræðum að komast okkar leiða þar sem bíl var lagt ólöglega og komumst við ekki framhjá honum á dælubílnum.

Okkur langar að ítreka við ykkur að vera meðvituð um að leggja ekki ökutækjum þar sem slíkt er bannað þar því það veldur okkur miklum vandræðum í útköllum,“ segir í færslu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á Facebook en þar er birt mynd af bannmerki til að upplýsa ökumenn um hvað merkið þýðir.

Alls voru 107 boðanir á sjúkrabíl þar af 27 forgangsútköll, 7 COVID-flutningar og ein boðun á dælubíl hjá slökkviliðinu síðasta sólarhringinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert