RAX tilnefndur til verðlauna

Ragnar Axelsson eða RAX er á tólf manna lista yfir …
Ragnar Axelsson eða RAX er á tólf manna lista yfir þá sem eru tilnefndir til verðlaunanna. Ljósmynd/Aðsend

Ragnar Axelsson ljósmyndari hefur verið tilnefndur til hinna virtu Leica Oskar Barnack-verðlaunanna fyrir bókaverkefni sitt Hetjur norðurheimskautsins – Þar sem heimurinn er að bráðna (e. Arctic Heroes – Where the world is melting).

Ragnar eða RAX er á tólf manna lista sem tilnefndir eru til verðlaunanna í ár og segist hann vera stoltur af tilnefningunni.

Bókin, sem er virðingarvottur til sleðahunda og lífshátta norðurheimskautsins, kemur út víða um heim í október.

Verðlaunin eru nefnd eftir verkfræðingnum og uppfinningamanninum Oskar Barnack sem hannaði fyrstu Leica myndavélina árið 1913. Þau hafa verið veitt frá árinu 1979 fyrir verk sem sýna samband mannkyns og náttúru.

Bókin um hetjur norðurheimskautsins kemur út í október.
Bókin um hetjur norðurheimskautsins kemur út í október. Ljósmynd/RAX
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert