Tvö virk smit við landamæraeftirlit

Sýnataka á Keflavíkurflugvelli.
Sýnataka á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Sex greind­ust með kór­ónu­veiru­smit við landa­mæra­eft­ir­lit í gær. Tvö smitanna eru virk, tvö eru með mótefni en beðið er niðurstöðu hjá tveimur. Öll sem mæld­ust já­kvæð dag­inn áður, mánudag, reynd­ust með mót­efni. Þetta kem­ur fram á covid.is.

Eru þetta fyrstu virku smitin sem greinast við landamæraeftirlit síðan 7. júlí. Síðasta smitið innanlands greindist 2. júlí.

Í  gær voru tek­in 2.018 sýni á landa­mær­um. Á sýkla- og veiru­deild Land­spít­al­ans voru tek­in 140 sýni í gær. 

Á landa­mær­un­um hafa verið tek­in 38.756 sýni frá 15. júní og af þeim hafa 14 greinst sem smit­andi ein­stak­ling­ar. Alls eru nú 11 í ein­angr­un á Íslandi og þeir eru all­ir með virk smit og 80 eru í sótt­kví. Alls hafa verið staðfest 1.911 smit í heild­ina á Íslandi og af þeim hef­ur 1.885 batnað. Tíu hafa lát­ist af völd­um COVID-19 á Íslandi. 

Eng­inn er á sjúkra­húsi vegna COVID-19. Inn­an­lands hafa verið tek­in 68.115 sýni frá því kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn braust út fyrr á ár­inu. 22.959 hafa lokið sótt­kví.

mbl.is