Lögregla ítrekar veðurviðvaranir

Frá Ísafirði. Horft úr Seljalandsdal yfir Pollinn.
Frá Ísafirði. Horft úr Seljalandsdal yfir Pollinn. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Lögreglan á Vestfjörðum hefur ítrekað viðvörun Veðurstofu Íslands um óveðri á Vestfjörðum og Ströndum. Spáð er talsverðri úrkomu og miklum vindhviðum í dag og á morgun.

Talið er varasamt að ferðast á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind, og búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum, svo hætta er á flóðum og skriðuföllum víða.

Þá er fólk hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón, þar sem aukið álag verður á fráveitukerfum.

mbl.is