Þrjú smit, öll gömul

Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans greindi 132 sýni í gær.
Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans greindi 132 sýni í gær. Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Kórónuveira greindist í þremur sýnum frá landamærum Íslands í gær en við mótefnamælingu kom í ljós að öll þrjú voru gömul og einstaklingarnir með mótefni.

1918 sýni voru tekin við landamærin, samanborið við 2.018 daginn áður. 

Enn er beðið niðurstöðu úr mótefnamælingu hjá einstaklingi sem mældist með veiruna á flugvellinum í fyrradag en hann var þá einn af sex. Þrír af þeim hafa greinst með mótefni en tveir reyndust vera með virkt smit og fóru í sóttkví. Það voru íslenskir ríkisborgarar.

Landamærasýni hafa verið í kringum 2.000 síðustu daga, en talað er um að það séu hámarksafköst í greiningu á sýnunum. Til að skapa svigrúm fyrir fleiri farþega var ákveðið að leyfa Norðmönnum, Þjóðverjum, Dönum og Finnum að koma inn í landið án þess að fara í skimun. Ellefu flugvéllar koma til landsins í dag frá þessum löndum.  mbl.is