Krónan sýnir styrk

Ljósmynd/Aðsend

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir ekki ástæðu til að gera mikið úr veikingu krónunnar að undanförnu. Það hafi verið óveruleg viðskipti með gjaldeyri.

Þá muni bankinn sporna gegn miklum hreyfingum í genginu. „Þjóðin þarf því ekki að óttast kollsteypu í genginu,“ segir Ásgeir í umfjöllun um krónuna í Morgunblaðinu í dag.

Gengið styrktist eftir að slakað var á samkomubanni í byrjun maí en þá varð hrun í eftirspurn í ferðaþjónustu. Styrkingin hefur síðan gengið til baka. Gengisveiking hefur jafnan leitt til verðbólgu og vaxtahækkana. Ásgeir segir ekkert benda til að verðbólgan muni aukast á næstunni eða vextir hækka.

„Það sýnir styrk krónunnar að við þurfum ekki lengur mikinn vaxtamun til að halda henni stöðugri,“ segir Ásgeir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert