STEF og fleiri kalla eftir sértækum aðgerðum

Kórónuveirufaraldurinn hefur haft víðtæk áhrif í tónleikahald og tónlistariðnað á Íslandi, ef marka má nýja skýrslu frá hagsmunaaðilum í íslenskri tónlist. Skýrslunni fylgir myndband, sem var frumsýnt á Vísi í vikunni. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Söngkonan Sigríður Thorlacius fer með aðalhlutverk í myndbandinu, sem annálar skipulag tónleika sem krefst aðkomu fjölda aðila úr „íslenska tónleikahagkerfinu.“ Þar má meðal annars nefna hljóðfæraleikara, tæknimenn, rótara, ljósamenn, söluaðila, umboðsmenn og tónleikastaði.

Secret Solstice er á meðal þeirra tónleikahátíða sem hefur verið …
Secret Solstice er á meðal þeirra tónleikahátíða sem hefur verið aflýst vegna kórónuveirufaraldurs. mbl.is/Árni Sæberg

Samkomubann, sem sett var í mars, olli því að tónleikahald lá lengi vel niðri. Kallað er eftir sértækum aðgerðum til að styðja við íslenska tónleikahagkerfið svo hægt verði að ná tónleikahaldi aftur á strik.

Fyrir skýrslunni, sem og myndbandinu, standa Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlista (ÚTÓN), Tónlistarborgin Reykjavík, STEF, Félag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH), Samband flytjenda og hljóðplötuframleiðenda (SFH), og Félag hljómplötuframleiðenda (FHF).

mbl.is