Flugfreyjum kynntur nýr kjarasamningur

Flugfreyjur funduðu í dag, en þar var nýr kjarasamningur kynntur.
Flugfreyjur funduðu í dag, en þar var nýr kjarasamningur kynntur. mbl.is/Arnþór

Nýundirritaður kjarasamningur Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) er nú kynntur félagsmönnum FFÍ á fundi sem hófst klukkan 11 og haldinn er á Hilton Hótelinu.

Á fundinum kynna fulltrúar samninganefndar og stjórnar FFÍ nýundirritaðan kjarasamning sem undirritaður var aðfaranótt sunnudags. Atkvæðagreiðsla um samninganna mun hefjast n.k. miðvikudag og stendur til mánudagsins 27. júlí.

Í samtali við Rás 1, sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, varaformaður FFÍ, að samningurinn byggi á þeim samningi sem undirritaður var 25. júní s.l. og síðar var felldur. Að hennar sögn voru litlar breytingar gerðar á samningnum. Guðný lýsir því að mjög margir séu í sárum og þungt hljóð sé í félagsmönnum. Vísar hún þar m.a. til þess að flugmenn hafi samþykkt að ganga í störf flugfreyja.

Fundinum lauk nú á fyrsta tímanum.

Flugfreyjur funda nú um nýjan kjarasamning við Icelandair á Hilton …
Flugfreyjur funda nú um nýjan kjarasamning við Icelandair á Hilton Nordica. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert