Munu líklega kæra „klárt verkfallsbrot“

Herjólfarnir tveir við Heimaey í síðustu viku.
Herjólfarnir tveir við Heimaey í síðustu viku. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Siglingar gamla Herjólfs milli lands og Vestmannaeyja á meðan vinnustöðvun háseta, bátsmanna og þjónustufólks um borð í Herjólfi fer fram er klárt verkfallsbrot að mati Sjómannafélags Íslands og fer líklega fyrir félagsdóm. Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélagsins, segir samtal í kjaradeilunni í gangi.

Vinnustöðvun háseta, bátsmanna og þjónustufólks Herjólfs hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld og stendur í tvo sólarhringa.

Líkt og í vinnustöðvun síðustu viku stendur til að sigla á gamla Herjólfi en Bergur segir að að óbreyttu verði farið með þær aðgerðir fyrir félagsdóm.

„Það er samtal í gangi en ekkert byrjað að funda. Þetta skýrist fljótlega,“ segir Bergur.

mbl.is