Viðræður Bretlands og Íslands hafnar

Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, og Michael Nevin, sendiherra Bretlands á …
Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, og Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi. Mynd úr safni. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Formlegar viðræður um framtíðarsamband Bretlands við EFTA-ríki Evrópska efnahagssvæðisins: Ísland, Noreg og Liechtenstein, auk Sviss, eru hafnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá breska sendiráðinu.

„Á síðustu árum hafa Bretland og Ísland verið að styrkja enn frekar sín nánu samskipti og með þessu er enn eitt skrefið tekið á þessu ferðalagi saman, nú stígur Bretland aftur á sviðið sem sjálfstætt starfandi fríverslunarríki,“ er þar haft eftir Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi.

mbl.is