Grótta verði lokuð áfram

Útivistarperla í nágrenni borgarinnar, sem notið hefur vaxandi vinsælda, meðal …
Útivistarperla í nágrenni borgarinnar, sem notið hefur vaxandi vinsælda, meðal annars hjá ferðamönnum mbl.is/Hari

Umhverfisstofnun hefur gert úttekt á Gróttu á Seltjarnarnesi og telur mikilvægt að framlengja lokun hennar, þar sem hætta sé á verulegri röskun á fuglalífi.

Umrætt svæði er skilgreint sem friðland skv. auglýsingu nr. 13/1984 og er umferð óviðkomandi fólks bönnuð á tímabilinu 1. maí til 15. júlí. Svæðið nálægt Gróttu, sem og Grótta, er vinsælt útivistarsvæði og því mikilvægt talið að bregðast við sem fyrst. Því hefur Umhverfisstofnun verið að undirbúa lokun á svæðinu til að vernda fuglalífið og átti hún að taka gildi í gær, 20. júlí.

Þar segir að ef veruleg hætta sé á tjóni af völdum mikillar umferðar eða vegna sérstaklega viðkvæms ástands náttúru geti Umhverfisstofnun ákveðið að takmarka umferð eða loka viðkomandi svæði tímabundið fyrir ferðamönnum að fenginni tillögu hlutaðeigandi sveitarfélags eða landeiganda eða að eigin frumkvæði. Takmörkunin eða lokunin skal að jafnaði ekki standa lengur en tvær vikur en ef nauðsyn krefur er heimilt að framlengja hana, að fenginni staðfestingu ráðherra, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert