Bruninn rannsakaður sem manndráp af ásetningi

Frá samstöðufundi vegna brunans.
Frá samstöðufundi vegna brunans. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Bruninn við Bræðra­borgar­stíg þann 25. júní er rann­sakaður sem mann­dráp af á­setningi, að því er fram kemur í gæslu­varð­halds­úr­skurði Héraðs­dóms Reykja­víkur yfir manninum sem handtekinn var vegna brunans. Fréttablaðið greinir frá. 

Maðurinn var fyrst settur í gæsluvarðhald þann 3. júlí en það var síðar framlengt. „Ekki hafi verið rætt við kærða sjálfan vegna and­legra veikinda hans að undan­förnu,“ segir í úr­skurðinum sem er dag­settur 15. júlí.

Gæti átt yfir höfði sér ævilanga fangelsisvist

Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að sakborningurinn sé sterklega grunaður um að hafa brotið gegn 211. grein al­mennra hegningar­laga. Hún snýr að mann­drápi af á­setningi. Þá er maðurinn sömuleiðis grunaður um brot gegn vald­stjórninni, að hafa valdið elds­voða sem hafði í för með sér al­manna­hættu og hafa stofnað lífi annarra í hættu.

Brotin sem um ræðir geta varðað allt að ævilöngu fangelsi, að því er fram kemur í úrskurðinum. „Ó­for­svaran­legt þyki að kærði gangi laus þegar sterkur grunur leiki á að hann hafi framið svo al­var­leg brot,“ segir í úr­skurðinum.

Þrír létust í brunanum við Bræðra­borgar­stíg og misstu margir heimili sitt og eigur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert