Geymslu fyrir 50 hunda hafnað

Sleðahundar. Hundasleðaferð er sérstök lífsreynsla. Mynd frá Grænlandi.
Sleðahundar. Hundasleðaferð er sérstök lífsreynsla. Mynd frá Grænlandi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis hafnaði umsókn Hundasleða Íslands ehf. um starfsleyfi fyrir geymslu sleðahunda að Egilsmóa 12 í Mosfellsdal. Það var gert vegna „ónæðis frá starfseminni“.

Á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis kemur fram að 20. maí 2020 hafi verið sótt um nýtt starfsleyfi fyrir hundageymslu fyrir 50 sleðahunda. Þeir eru notaðir í hundasleðaferðir fyrir ferðamenn.

Með umsókninni fylgdi bréf umsækjenda til íbúa. Þar kemur fram að tvær fjölskyldur standi að fyrirtækinu og hafi viðurværi sitt af hundasleðaferðum auk þess að eiga, rækta og þjálfa sleðahunda. Þau höfðu m.a. unnið í Skálafelli og á Mosfellsheiði síðan 2012 og vildu færa sig nær starfssvæðinu.

Ætlun þeirra var að byggja aðstöðu fyrir hundana inni og úti þannig að sem mest yrði dregið úr hávaða frá hundunum. Eins átti hundaaðstaðan að vera innan girðingar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »