Ferðavilji Þjóðverja eykst

Ferðamenn á Þingvöllum.
Ferðamenn á Þingvöllum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ferðavilji þýskra ferðamanna hefur aukist síðan ferðamenn frá landinu hættu að þurfa að fara í skimun við landamæri Íslands. Þetta segir Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Viator, sem sérhæfir sig í ferðum frá Þýskalandi, Austurríki og Sviss.

„Það breytti um leið miklu og þessi ákvörðun gerir það að verkum að við fáum færri afbókanir en við hefðum gert,“ segir Pétur í Morgunblaðinu í dag

Hann segir að ekki hafi farið mikið fyrir þeirri ákvörðun að gera Þjóðverja undanskilda skimunum í þýskum fjölmiðlum, en facebookhópar tileinkaðir ferðalögum til Íslands hafi fjallað um málið og þeir hafi haft góð áhrif.

Þjóðverjar pöntuðu tímanlega

„Varðandi nýbókanir, þá erum við að fá nýbókanir inn í haustið – september og október – en í sumar snýst þetta í raun meira um að halda því sem var komið þegar þetta skall á.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert