Oddaþjófur náðist

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Maður sem braust inn í Odda, hús Háskóla Íslands, í þrígang er nú kominn aftur á bak við lás og slá. Fljótlega beindist grunur að þessum manni og náðist hann á fimmtudaginn var. Hann gekkst við innbrotunum við yfirheyrslur hjá lögreglunni.

Daginn eftir var maðurinn úrskurðaður í fangelsi og í framhaldi af því hóf hann að afplána eftirstöðvar fyrri dóms.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni fékk maðurinn reynslulausn hinn 16. júlí og braust fyrst inn í Odda daginn eftir. Hann endurtók svo leikinn tvisvar sinnum. Maðurinn braut upp margar skrifstofur í húsinu og virðist aðallega hafa sóst eftir fartölvum. Ekki hafði tekist að endurheimta mikið af þýfinu í gær, að sögn lögreglunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert