Sameining dýraeftirlitsins

Reykjavíkurborg skoðar það að hagræða með því að meindýraeyðar og …
Reykjavíkurborg skoðar það að hagræða með því að meindýraeyðar og eftirlitsmenn með hundum og búfé starfi saman. mbl.is/Ómar Óskarsson

Til skoðunar er að sameina dýraeftirlit hjá Reykjavíkurborg. Það er meindýraeyðingu, eftirlit með köttum og hundum og búfé, að sögn Árnýjar Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

„Þetta heyrir allt undir heilbrigðisnefnd borgarinnar,“ segir Árný. Hún segir að t.d. meindýraeyðar starfi í umboði heilbrigðisnefndar líkt og hundaeftirlitsmenn og búfjáreftirlitsmenn. Markmiðið er að hagræða og auka skilvirkni með því að geta samnýtt starfsfólk

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag nefnir Árný t.d. að meindýraeyðar séu vanir því að umgangast dýr. Verði af þessum áformum verður hægt að kalla þá til aðstoðar vegna eftirlits með hundum, köttum eða búfé ef þörf krefur. Hún segir að nú þurfi Heilbrigðiseftirlitið að vera með tvo hundaeftirlitsmenn svo a.m.k. einn sé til taks ef hinn forfallast.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »