Sóttvarnalæknir leggur fram nýjar tillögur

Heilbrigðisráðherra, landlæknir og sóttvarnalæknir.
Heilbrigðisráðherra, landlæknir og sóttvarnalæknir. mbl.is/Árni Sæberg

Heilbrigðisráðuneytinu hafa borist nýjar tillögur frá sóttvarnalækni er varða breyttar reglur á samkomutakmörkunum. Tillögurnar varða þær breytingar sem taka áttu gildi eftir verslunarmannahelgi.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is frá heilbrigðisráðuneytinu liggja tillögurnar nú fyrir og unnið er að þeim innan ráðuneytisins. 

Samkvæmt sóttvarnasviði landlæknisembættisins eru tillögurnar gerðar í ljósi þeirrar nýju stöðu sem komin er upp vegna hópsmits og smits ótengdra einstaklinga sem líklega má rekja til sama uppruna, sem ekki hefur tekist að rekja, og snúa tillögurnar að því að skoða þær breytingar sem fyrirhugaðar eru eftir verslunarmannahelgi í ljósi nýjustu upplýsinga.

Ekki fengust upplýsingar um hvað það er nákvæmlega sem tillögur sóttvarnalæknis fela í sér, en það er heilbrigðisráðuneytisins að birta tillögur sóttvarnalæknis og verður það líklega gert á morgun. Eins er það ákvörðun heilbrigðisráðherra hvort farið er eftir tillögum sóttvarnalæknis, en það hefur hingað til verið gert.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert