Mjög lítið í boði fyrir flugmenn

Atvinnutækifæri innan fluggeirans eru af skornum skammti enda miklir rekstrarerfiðleikar …
Atvinnutækifæri innan fluggeirans eru af skornum skammti enda miklir rekstrarerfiðleikar hjá flugfélögum um allan heim. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Erfiðlega gengur fyrir íslenska flugmenn að fá vinnu innan fluggeirans. Atvinnutækifæri eru af skornum skammti sökum mikilla rekstrarörðugleika flugfélaga um allan heim.

Þetta segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA), í Morgunblaðinu i dag. Að sögn hans hafa einhverjir fengið vinnu þótt fáir séu.

„Það er þunnur þrettándinn í flugheiminum eins og er. Það eru samt einhverjir sem hafa komist í vinnu annars staðar,“ segir Jón Þór og nefnir í því samhengi félög á borð við Star Air í Danmörku og Cargolux. Þá séu sömuleiðis dæmi þess að íslenskir flugmenn hafi fengið starf í Mið-Austurlöndum.

„Sem betur fer ganga fraktflutningar vel þrátt fyrir veiruna. Í farþegaflutningum er hins vegar sama ástand um allan heim, þeir eru í algjöru lágmarki,“ segir Jón Þór.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »