Tæpur helmingur hlynntur borgarlínu

Borgarlína mun stoppa inni í byggingu HR.
Borgarlína mun stoppa inni í byggingu HR. Skjáskot/Reykjavíkurborg

Tæpur helmingur þeirra sem taka afstöðu í könnun Fréttablaðsins er hlynntur borgarlínu, en þrír af hverjum tíu eru andvígir.

Zenter rannsóknir gerðu könnunina fyrir Fréttablaðið. Stuðningur við borgarlínu dregst aðeins saman frá því í október þegar einnig var spurt um viðhorf til verkefnisins. Þá var rétt rúmur helmingur hlynntur borgarlínu en um fjórðungur andvígur.

Konur, ungt fólk og menntað 

Konur eru hlynntari borgarlínu en karlar og stuðningurinn er meiri meðal yngra fólks en eldra. Þá er mun meiri stuðningur hjá þeim sem hafa lokið háskólanámi en öðrum. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru einnig mun hlynntari borgarlínu en íbúar á landsbyggðinni.

Ef horft er til einstakra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu reynist stuðningur við borgarlínu mestur meðal Reykvíkinga. Rúm 57 prósent þeirra eru hlynnt borgarlínu en tæp 29 prósent andvíg. Næstmestur stuðningur er í Kópavogi en þar er rétt rúmur helmingur hlynntur en rúmur fimmtungur andvígur. Í Hafnarfirði er tæpur helmingur hlynntur og tæpur fjórðungur andvígur. Í Mosfellsbæ eru rúm 38 prósent hlynnt borgarlínu og tæp 35 prósent andvíg. Tæpur þriðjungur Garðbæinga er hlynntur borgarlínu en tæpur helmingur andvígur. Á Seltjarnarnesi eru 39 prósent hlynnt en 61 prósent andvígt að því er segir í frétt Fréttablaðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert