Endurmeta Spánarferðir daglega

Spánn hefur verið vinsæll áfangastaður meðal Íslendinga undanfarin ár. Staðan …
Spánn hefur verið vinsæll áfangastaður meðal Íslendinga undanfarin ár. Staðan þar er nú alvarleg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ferðaskrifstofur endurmeta daglega stöðuna á vinsælum ferðamannasvæðum á borð við Tenerife og Alicante. Er fjölgun kórónuveirusmita á Spáni talið áhyggjuefni, enda hætt við því að frekari takmarkanir verði settar haldi þróunin áfram.

Talsverður fjöldi Íslendinga hefur undanfarna daga haldið út til framangreindra staða. „Við erum alltaf að endurskoða okkar framboð og reyna að miða það út frá eftirspurninni. Við höfum verið að fara með fullar vélar til Alicante og Tenerife, en við erum auðvitað alltaf að endurmeta stöðuna,“ segir Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Vita, sem kveðst ekki áhyggjufullur yfir ástandinu þótt sýna verði varkárni. Lítið sé um smit á þeim svæðum sem ferðaskrifstofan flýgur nú til.

„Ástandið á Tenerife er mjög gott. Í síðustu viku voru tíu virk smit og þau voru öll í höfuðborginni sem er langt frá því svæði sem við erum að fljúga á. Ástandið á Alicante er síðan miklu betra en til dæmis í Katalóníu eða í Madríd þar sem fólk býr þéttar,“ segir Þráinn.

Nú um helgina greindi utanríkisráðherra Breta frá því að tekin hefði verið ákvörðun um að setja á tveggja vikna sóttkví fyrir ferðalanga sem koma frá Spáni. Var talið nauðsynlegt að grípa til aðgerðanna sökum snarprar fjölgunar smita á Spáni. Í kjölfarið hvatti forsætisráðherra Spánar stjórnvöld í Bretlandi til að endurskoða ákvörðunina. Aðspurður segir Þráinn að Íslendingar hafi lítið að hræðast á Spáni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert