Gísli Rúnar Jónsson er látinn

Gísli Rúnar Jónsson.
Gísli Rúnar Jónsson. Ljósmynd/Aðsend

Leikarinn og leikstjórinn Gísli Rúnar Jónsson er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu hans.

Hann lést á heimili sínu í gær, 67 ára að aldri. 

„Með djúpri sorg tilkynnum við fjölskyldan að okkar ástkæri Gísli Rúnar Jónsson leikari, leikstjóri, handritshöfundur og þúsundþjalasmiður er látinn,“ segir í tilkynningunni.

„Fjölskyldan syrgir kærleiksríkan og einstakan fjölskylduföður og þjóðardýrgrip.“

mbl.is
Loka