Píratar með næstmest fylgi

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 47,7%, tæplega prósentustigi meira en við …
Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 47,7%, tæplega prósentustigi meira en við síðustu mælingu. mbl.is/Árni Sæberg

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi stjórnmálaflokka á Alþingi í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var 23. til 28. júlí. Mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 24% fylgi, nær óbreytt frá síðustu mælingu sem framkvæmd var í júní.

Píratar mældust með næstmest fylgi eða 15,4%, rúmlega tveimur prósentustigum meira en við síðustu mælingu. 

Fylgi Samfylkingarinnar dróst saman um rúm 4% frá síðustu mælingu og mældist nú 13,1%. Fylgi Framsóknarflokksins jókst um tvö og hálft prósentustig og mældist 8,6%.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 47,7%, tæplega prósentustigi meira en við síðustu mælingu.

Könnunin var framkvæmd 23. – 28. júlí 2020 og var heildarfjöldi svarenda 951 einstaklingur, 18 ára og eldri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert