Aðgerðirnar margþættar

Sýni rannsökuð á sýkla- og veirufræðideild Landspítala.
Sýni rannsökuð á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Heilbrigðisráðherra kynnir í dag margþættar aðgerðir til varnar frekari útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi, byggðar á tillögum sóttvarnalæknis. Eftir því sem Morgunblaðið komst ní gærkvöldi verður samkomubann hert enn frekar og tveggja metra reglan tekin upp að nýju. Þetta gæti haft töluverð áhrif á þær samkomur sem fyrirhugaðar eru um verslunarmannahelgina.

Ferðamönnum gæti fækkað

Skarphéðinn Steinarsson ferðamálastjóri segir útbreiðslu veirunnar í S-Evrópu kunna að hafa áhrif á eftirspurn eftir ferðum til Íslands.

Fram kom í Morgunblaðinu 14. júlí sl. að Ferðamálastofa áætlaði að hingað kæmu 63 þúsund erlendir ferðamenn í ágúst, eða um fjórðungur fjöldans í fyrra. Vísað var til þess að Ítalir, Spánverjar og Frakkar kæmu jafnan til landsins í ágúst en Þjóðverjar og Norðurlandabúar væru fyrr á ferðinni.

Síðan hefur smitum fjölgað á Spáni og ferðamenn verið varaðir við að ferðast þangað.

Skarphéðinn segir aðspurður of snemmt að segja til um hvaða áhrif þessi þróun muni hafa. Ferðamálastofa hafi því ekki endurskoðað spána. Hitt sé ljóst að takmarkanir á samkomum vegna veirunnar geti haft áhrif á ferðamynstur. „Það mun hafa áhrif en við þyrftum að leggjast yfir tölurnar til að skera úr um möguleg áhrif,“ segir hann.

Ferðamálastofa leggur flugframboðið og líklega samsetningu ferðamanna til grundvallar í spám sínum.

„Maður reiknaði með að löndin myndu halda áfram að opnast en nú er spurning hvort sú forsenda sé í uppnámi. Hún er það sennilega,“ segir Skarphéðinn. Líkurnar á að spáin raungerist hafi því minnkað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert