Bergsneið skorin úr jaðri Lágafells

Sprengt er úr Lágafelli vegna breikkunar hringvegarins á milli Skarhólabrautar …
Sprengt er úr Lágafelli vegna breikkunar hringvegarins á milli Skarhólabrautar og Langatanga. Þetta bjarg var hluti af klöppinni. mbl.is/Árni Sæberg

Gríðarstórt bjarg blasti við í vegstæði þar sem unnið er að breikkun hringvegarins fyrir neðan Lágafellskirkju í Mosfellsbæ. Skyldi þetta vera álfasteinn?

„Nei, þetta var klöpp sem var þarna og losnaði innan úr miðri skeringu. Þetta var ekki stakur steinn í upphafi leiks,“ segir Magnús Steingrímsson, staðarstjóri verktakans Loftorku Reykjavík ehf., í Morgunblaðinu í dag.

Vegagerðin sendi frá sér tilkynningu í gær um að sprengja þyrfti klöpp sem væri í vegstæðinu og því fylgdi talsvert ónæði fyrir þá sem væru í nágrenninu. Gefin eru hljóðmerki fyrir og eftir sprengingarnar.

Magnús sagði að búið væri að sprengja þarna af og til í um mánuð og þyrfti sjálfsagt að sprengja einn mánuð í viðbót. Misjafnt er hve oft er sprengt á dag, stundum tvisvar og suma daga er ekkert sprengt. Það fer allt eftir því hvernig gengur að bora klöppina. „Þetta er frekar leiðinleg klöpp, hún brotnar illa,“ sagði Magnús.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert