Grímuskylda í Herjólfi

Herjólfur.
Herjólfur. mbl.is/Sigurður Bogi

Vegna hertra aðgerða vegna kórónaveirunnar sem tekur í gildi á hádegi 31. júlí er skylda að farþegar sem ætla sér að ferðast með Herjólfi gangi með grímur að börnum undanskildum.

Andlitsgrímur koma til með að vera seldar í afgreiðsluhúsum Herjólfs á kostnaðarverði, 300 kr., að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Herjólfur ohf. leggur mikla áherslu á að gæta ýtrustu varkárni vegna veirunnar og vill taka og sýna samfélagslega ábyrgð vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert