Lést þremur vikum eftir slys

Umferðarslys. Myndin tengist fréttinni ekki.
Umferðarslys. Myndin tengist fréttinni ekki. mbl.is/Árni Sæberg

Karlmaður á tíræðisaldri, sem var fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir þriggja bíla árekstur við Stóru-Laxá hjá Flúðum 10. júlí síðastliðinn, lést á sjúkrahúsi á þriðjudag.

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að maðurinn hafi dvalið á sjúkrahúsi allt frá því að slysið varð. Ökumenn bílanna þriggja voru allir einir á ferð þegar slysið varð, en hinir tveir hlutu minniháttar áverka.

Þyrla Gæslunnar var á flugi í námunda við svæðið og gat því brugðist hratt við og flutti manninn á Borgarspítalann. Hann hafði fengið aðhlynningu á sjúkrahúsi í tæpar þrjár vikur þegar hann lést. Hafa þá sex manns látist í umferðarslysum á þessu ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »