Ríkisstjórnin ræðir tillögur sóttvarnalæknis

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Það kemur væntanlega í ljós síðar í …
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Það kemur væntanlega í ljós síðar í dag hvaða tillögum hann skilaði til heilbrigðisráðherra í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ríkisstjórnin mun funda klukkan níu á eftir og búist er við því að ræddar verði tillögur sóttvarnalæknis sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fékk í gær frá sóttvarnalækni. RÚV greindi fyrst frá.

Efni tillagna sóttvarnalæknis er enn á huldu en til umræðu hefur verið að fækka leyfilegum fjölda fólks á samkomum, að tveggja metra reglan verði aftur að formlegri reglu í stað tilmæla og að fyrirkomulag skimunarverkefnis á landamærum breytist hugsanlega.

„Ég, Þórólf­ur og aðrir sem kom­um að und­ir­bún­ingi minn­is­blaðsins, höf­um reynt að skoða málið frá sem flest­um hliðum og leggja það til sem við telj­um að sé virki­lega nauðsyn­legt og gangi ekki allt of langt eða svo langt að það skapi ein­hvern ótta sem ekki er til­efni til,“ sagði Kamilla Sig­ríður Jós­efs­dótt­ir, sérfræðingur hjá embætti landlæknis og staðgengill sóttvarnalæknis, í samtali við mbl.is.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra á upplýsingafundi …
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra á upplýsingafundi almannavarna í maí. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is