14 milljóna styrkir til Krossneslaugar

Krossneslaug í Árneshreppi eins og hún lítur út í dag.
Krossneslaug í Árneshreppi eins og hún lítur út í dag. Ljósmynd/Sigrún Sverrisdóttir

Ákveðið var á aðalfundi Ungmennafélagsins Leifs í síðasta mánuði að ráðast í framkvæmdir við Krossneslaug í Norðurfirði, stækka og bæta aðstöðu í búningsklefum og bæta um leið aðstöðu fyrir starfsmenn. Hefur Guðlaugur Maríasson frá Felli teiknað viðbyggingu fyrir félagið og munu framkvæmdir hefjast í næsta mánuði. Stefnt er að því að ljúka þeim fyrir næsta sumar.

Verkefnið hefur fengið styrk upp á 10 milljónir króna úr öndvegissjóði brothættra byggða frá Byggðastofnun og 3,88 milljóna króna styrk úr verkefninu Áfram Árneshreppur sem einnig er verkefni Brothættra byggða.

Greint er frá uppbyggingunni á vef Litla Hjalla en þar segir að gestum laugarinnar hafi fjölgað mikið að undanförnu og því hafi verið talið nauðsynlegt að bæta aðstöðu og gera laugarsvæðið betur í stakk búið til að taka á móti þeim sem heimsækja hana.

Teikningin sýnir hvernig laugarsvæðið mun líta út að framkvæmdum loknum. …
Teikningin sýnir hvernig laugarsvæðið mun líta út að framkvæmdum loknum. Stefnt er að því að ljúka þeim fyrir næsta sumar. Teikning/GM teiknistofa
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert