Ellefu ný innanlandssmit

Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Ellefu kór­ónu­veiru­smit voru staðfest inn­an­lands í gær, en þrjú á landamærunum. Beðið er mótefnamælingar úr einu smita á landamærunum og annað er með mótefni.

Þetta kem­ur fram á covid.is, en alls eru 50 í ein­angr­un með virkt kór­ónu­veiru­smit á land­inu. 287 eru í sóttkví og bætast 72 við í sóttkví frá því í gær.

Tíu smitanna innanlands fundust við sýnatöku hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans en eitt þeirra var tekið í úrtaki hjá Íslenskri erfiðagreiningu.

265 sýni voru tek­in við á sýkla- og veiru­fræðideild Land­spít­al­ans í gær, 837 við landa­mær­in og 1.350 hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Einn hefur verið lagður inn á sjúkrahús vegna veirunnar.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert