Evrópskir flugmenn fordæma íslenska kollega sína

Frá einum af fjölmörgum samningafundum flugfreyja og Icelandair í Karphúsinu.
Frá einum af fjölmörgum samningafundum flugfreyja og Icelandair í Karphúsinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flugmenn í Evrópskra flutningastarfsmannasambandinu (ETF) fordæma aðgerðir sem Icelandair réðst í gegn flugfreyjum félagsins með stuðningi íslenskra flugmanna, í nýrri yfirlýsingu sem gefin var út í dag.

Sem kunnugt er sagði Icelandair upp öllum flugfreyjum félagsins 17. júlí og tilkynnti að flugmenn myndu sinna störfum þeirra um borð þar til félaginu hefði tekist að semja við nýjan aðila um flugfreyjustörfin. Frá þessu var síðar horfið eftir að samningar tókust milli Icelandair og Flugfreyjufélagsins.

Í yfirlýsingunni segir að ETF harmi þessar fordæmalausu árásir á „lögmæt réttindi starfsfólks og stéttarfélags þess“, sem og „svívirðilega bresti á öryggisskyldu Icelandair“. 

„Við gagnrýnum harðlega framferði bæði fyrirtækisins – sem var móðgangi gagnvart flugfreyjum og flugmönnum – sem og ákvörðun flugmanna. Flugmennirnir neituðu ekki beiðni fyrirtækisins heldur buðu fram þjónustu sína til að grafa undan störfum flugfreyja og tefldu þar með faglegri ímynd sinni sem og öryggisstöðlum í hættu,“ segir í yfirlýsingunni sem undirrituð er af yfirmanni flugmála, flugfreyjudeildar og farþegaflutninga hjá félaginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert